Janus Daði og félagar áfram í toppsætinu

Janus Daði Smárason í leik með Aalborg.
Janus Daði Smárason í leik með Aalborg. Ljósmynd/Aalborg

Janus Daði Smárason og félagar hans í danska meistaraliðinu Aalborg unnu í kvöld góðan útisigur gegn Holstebro 27:25 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Janus Daði skoraði þrjú mörk fyrir Álaborgarliðið og gaf fjórar stoðsendingar. Aalborg er í toppsæti deildarinnar en liðið er með 11 stig eftir sex leiki. Ómar Ingi Magnússon lék ekki með liðinu frekar en í undanförnum leikjum vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

mbl.is