Skjern vann Íslendingaslaginn

Patrekur Jóhannesson og læriveinar hans í Skjern.
Patrekur Jóhannesson og læriveinar hans í Skjern. Ljósmynd/Skjern

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í danska liðinu Skjern fögnuðu sigri í Íslendingaslagnum gegn GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 36:32.

Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern úr sex skotum og Björgvin Páll Gústavsson varði 4 skot og var með rúmlega 26% markvörslu.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson komst ekki á blað. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot og var með 16% markvörslu.

Skjern er í 7. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki en GOG er með átta stig í 6. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert