Atli missir af leik gegn ÍBV - Elliði og Matthías sluppu

Atli Már Báruson í leik með Haukum gegn Selfossi síðasta …
Atli Már Báruson í leik með Haukum gegn Selfossi síðasta vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atli Már Báruson handknattleiksmaður úr Haukum var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ og verður því ekki með Hafnarfjarðarliðinu í næsta leik í úrvalsdeild karla sem er gegn ÍBV miðvikudaginn 30. október.

Atli Már var rekinn af velli í leik Hauka gegn Val á laugardaginn og niðurstaða aganefndar var sú að brotið væri þess eðlis að hann færi í eins leiks bann.

Elliði Snær Viðarsson úr ÍBV og Matthías Daðason úr Fram fengu hinsvegar ekki leikbönn þrátt fyrir að hafa verið reknir af velli en aganefnd mat brot þeirra þess eðlis að ekki skyldi aðhafst frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert