Ótrúleg endurkoma Mosfellinga í Eyjum

Kári Kristján Kristjánsson skorar fyrir ÍBV í leik gegn Aftureldingu.
Kári Kristján Kristjánsson skorar fyrir ÍBV í leik gegn Aftureldingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Árni Ólafsson reyndist hetja Mosfellinga þegar Afturelding sótti tvö stig til Vestmannaeyja í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í sjöttu umferð deildarinnar í kvöld.

Guðmundur Árni skoraði sigurmark leiksins þegar hálf mínúta var til leiksloka en leiknum lauk með 24:23-sigri Aftureldingar. Þetta var annar sigur Mosfellinga í röð en ÍBV var að tapa sínum öðrum leik í röð.

ÍBV byrjaði leikinn betur en Mosfellingar unnu sig vel inn í leikinn og tókst að jafna metin í 5:5 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Eyjamenn gáfu aftur í og Kristján Örn Kristjánsson kom Eyjamönnum þremur mörkum yfir, 11:8, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Eyjamenn náði fimm marka forskoti, 15:10, þegar mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Júlíus Þórir Stefánsson lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu og staðan því 16:12, ÍBV í vil, í hálfleik.

Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og liðin skiptust á að skora. Eyjamenn voru með yfirhöndina og leiddu með fjórum mörkum þegar tæpar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Afturelding í gang á meðan sóknarleikur Eyjamenna fór að hiksta. Júlíus Þórir jafnaði metin fyrir Aftureldingu í 21:21 þegar tíu mínútu voru til leiksloka. Theodór Sigurbjörnsson kom Eyjamönnum yfir, 23:22, þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Lokamínúturnar voru æsispennandi. Karolis Stropus janfaði metin í 23:23 og Hákon Daði Styrmisson brenndi af vítaskoti þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Liðin skiptust á að kasta boltanum frá sér en þegar mínúta var til leiksloka skoraði Guðmundur Árni Ólafsson mark og kom Aftureldingu yfir. Kristján Örn átti lokaskot leiksins en Arnór Freyr Stefánsson og Mosfellingar fögnuðu sigri. Afturelding fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 10 stig en ÍBV er í fjórða sætinu með 8 stig.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

ÍBV 23:24 Afturelding opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjamenn taka ekki í hendurnar á dómurunum eftir leikinn sem er alls ekki fallegt.
mbl.is