Viggó kallaður inn í landsliðshópinn

Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson. Ljósmynd/Leipzig

Hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum í handknattleik vegna meiðsla fyrir vináttuleikina gegn Svíþjóð í lok mánaðarins.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Viggó Kristjánsson, leikmann þýska liðsins Leipzig, í stað Arnórs en landsliðshópurinn telur 19 leikmenn. Viggó gekk í raðir Leipzig frá austurríska liðinu West Wien í sumar. Hann er uppalinn Gróttumaður en yfirgaf Seltjarnarnesið 2016 og lék eitt ár með Randers í Danmörku áður en hann fór til West Wien.

Landsliðið hittist í Reykjavík og æfir þar 21. - 23. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október í Karlskrona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert