Evrópumeistararnir skipta um þjálfara

Leikmenn Vardar Skopje fagna Evrópumeistaratitlinum síðastliðið vor.
Leikmenn Vardar Skopje fagna Evrópumeistaratitlinum síðastliðið vor. AFP

Vardar Skopje, sem fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á síðustu leiktíð, hefur skipt um þjálfara.

Rússinn Eduard Koksharov, íþróttastjóri Vardar og þjálfari rússneska karlalandsliðsins, er tekinn við þjálfun liðsins af Spánverjanum David Pisonero.

Níu marka tap á heimavelli gegn gegn þýska liðinu Kiel í Meistaradeildinni um síðustu helgi gerði það að verkum að Sergej Samsonenko, forseti Vardar Skopje, ákvað að Koksharov tæki við sem aðalþjálfari og verður Pisonero nú aðstoðarþjálfari liðsins.

mbl.is