Ummæli Kristins á borð aganefndar

Kristinn Guðmundsson.
Kristinn Guðmundsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kristinn Guðmundsson, annar af þjálfurum karlaliðs ÍBV í handknattleik, gæti átt yfir höfði sér refsingu en samkvæmt heimildum mbl.is hefur Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sent ummæli sem höfð voru eftir Kristni eftir tap ÍBV gegn Aftureldingu í fyrrakvöld til aganefndar HSÍ.

Eyjamenn voru óhressir með dómara leiksins og eftir hann tók enginn leikmaður ÍBV né þjálfarar liðsins í höndina á dómurunum. Spurður út í það sagði Kristinn í viðtali við mbl.is:

„Það er ekk­ert óeðli­legt miðað við þeirra frammistöðu í þess­um leik, ég er bú­inn að segja það áður við þá sem sjá um dóm­ara­mál­in hjá HSÍ að þetta par sé það allra slak­asta sem boðið er upp á í þess­ari deild. Sér­stak­lega ann­ar dóm­ar­inn sem er gjör­sam­lega út úr kú í dómgæsl­unni sinni, hann á þrjá, fjóra eða fimm dóma á okk­ur sem eru all­ir vafa­sam­ir á síðustu mín­út­un­um.

Ég get ekki gert meiri kröf­ur á þá en það, við vild­um sýna fram á það að við vær­um ósátt­ir, við fór­um fyrst og fremst í burtu til þess að vera ekki að segja ein­hverja djöf­uls­ins vit­leysu. Það var miklu frek­ar það held­ur en það að vilja ekki klára ein­hver atriði með að taka í hönd­ina á ein­hverj­um, ég held að það sé minna atriði. Meira atriðið var það að við vild­um ekki að menn myndu missa ein­hvern djöf­ul­inn út úr sér sem myndi svo kosta þá í næstu leikj­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert