Björgvin Páll yfirgefur Skjern

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Ljósmynd/Skjern

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Skjern, mun yfirgefa liðið eftir tímabilið en frá þessu er greint á heimasíðu danska liðsins.

Björgvin Páll, sem er 34 ára gamall, hefur ákveðið snúa aftur til Íslands af fjölskylduástæðum en hann gekk í raðir Skjern fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa spilað eina leiktíð með Haukum. Björgvin hélt út í atvinnumennskuna árið 2007 og hefur spilað með þýsku liðunum Bittenfeld, Magdeburg og Bergisher og austurríska liðinu Kadetten Shaffhausen.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að snúa aftur til Íslands af fjölskylduástæðum. Við þurfum að vera nær fjölskyldu okkar á Íslandi. Við höfum haft það mjög gott hjá Skjern. Félagið hefur staðið þétt við bakið á mér og sérstaklega vegna þess að ég hef gengið í gegnum mjög erfiða tíma andlega,“ segir Björgvin Páll í viðtali á vef Skjern sem reiknar með að spila í tíu ár til viðbótar.

Björgvin Páll á að baki 193 leiki með íslenska landsliðinu. Hann vann silfurverðlaunin með því á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern og með liðinu leikur einnig Elvar Örn Jónsson.

mbl.is