Lærisveinar Arons fara vel af stað

Aron Kristjánsson þjálfari Barein
Aron Kristjánsson þjálfari Barein AFP

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í karlalandsliði Barein í handbolta fara vel af stað í undankeppni Asíuþjóða fyrir Ólympíuleikanna í Tókýó á næsta ári. 

Barein hafði betur gegn Kúveit í dag, 26:21. Staðan í hálfleik var 12:10, Barein í vil og héldu lærisveinar Arons áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik. 

Í undankeppninni berjast átta þjóðir um eitt sæti á Ólympíuleikunum. Spilað er í tveimur fjögurra liða riðlum og fara efstu tvö liðin áfram í undanúrslit. Barein er með Íran og Suður-Kóreu í riðli, ásamt Kúveit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert