Fyrsti sigur Hauka kom í Vestmannaeyjum

ÍBV og Haukar eigast við.
ÍBV og Haukar eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar unnu sinn fyrsta sigur í Olísdeild kvenna í handbolta á tímabilinu er liðið gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann ÍBV, 21:18.

Sara Odden minnti loks á sig en hún skoraði átta mörk, í fyrstu tíu skotunum sínum, virkilega vel gert.

ÍBV byrjaði leikinn betur og leiddi 3:2 eftir 8 mínútur, restin af fyrri hálfleik var varla boðleg þeim áhorfendum sem mættu að styðja liðið, í hálfleik leiddu gestirnir með sjö marka mun, 13:6.

Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og héldu í forskotið, ÍBV saxaði á eftir það og var leikurinn nálægt því að vera spennandi í lokin.

ÍBV 18:21 Haukar opna loka
60. mín. Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert