Frábært mark Arons (myndskeið)

Aron í leiknum gegn Paris SG í gærkvöld.
Aron í leiknum gegn Paris SG í gærkvöld. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona í 36:32 sigri liðsins gegn frönsku meisturunum í Paris SG í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld.

Aron átti fínan leik en auk markanna fjögurra sem hann skoraði átti hann margar stoðsendingar í leiknum.

Aron skoraði frábært mark í seinni hálfleik þegar hann smurði boltanum upp í bláhornið eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is