Ólafur með þeim markahæstu í Meistaradeildinni

Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson. Ljósmynd/Kristianstad

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði sænska liðsins Kristianstad, er á meðal markahæstu leikmanna eftir fimm umferðir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

Ólafur hefur skorað 30 mörk og er í 7.-8. sæti yfir markahæstu leikmenn aðeins fjórum mörkum frá þeim markahæsta sem er Daninn Emil Jacobsen úr danska liðinu GOG.

Sigvaldi Björn Guðjónsson, sem fór á kostum með norska liðinu Elverum þegar hann skoraði 10 mörk úr tíu skotum í tapi á móti HC Zagreb, er í 14. sæti á markalistanum með 26 mörk.

mbl.is