Fækkað um tvo í landsliðshópnum

Daníel Þór Ingason er að glíma við meiðsli og fer …
Daníel Þór Ingason er að glíma við meiðsli og fer því ekki með liðinu til Svíþjóðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlandsliðsins í handknattleik, hefur valið þá sautján leikmenn sem halda til Svíþjóðar í fyrramálið. Ísland mun leika tvo vináttuleiki gegn Svíum á næstu dögum en fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október í Kristianstad.

Sá síðari fer fram sunnudaginn 27. október í Karlskrona en leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM 202 sem hefst 11. janúar í Malmö í Svíþjóð. Guðmundur valdi upphaflega nítján leikmenn í æfingahópinn en þeir Grétar Ari Guðjónsson og Daníel Þór Ingason detta út úr nítján manna hópnum.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof 29/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 7/0

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 61/136

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona 139/545
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad 113/207

Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Skern 24/74
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 21/28
Haukur Þrastarsson, Selfoss 10/9
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold 35/41

Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 5/11
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad 16/15

Hægra horn:
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 18/31
Viggó Kristjánsson, Leipzig 0/0

Línumenn:
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 4/3
Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 135/155
Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 5/14
Ýmir Örn Gíslason, Valur 31/14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert