Hverjir mæta Dönum?

Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir við leikmenn sína.
Guðmundur Þórður Guðmundsson ræðir við leikmenn sína. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvaða 16 leikmenn verða á leikskýrslunni þegar Ísland mætir Danmörku í Malmö 11. janúar, í fyrsta leik sínum á EM karla í handbolta?

Segja má að vináttulandsleikir Íslands við Svíþjóð um helgina, þar sem nokkrir reynsluminni eða hreinlega óreyndir landsliðsmenn stóðu sig vel, hafi frekar flækt stöðuna en ekki og að hausverkur Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara hljóti að vera talsverður þegar hann á næstu tveimur mánuðum reynir að setja saman EM-hópinn sinn.

Leikirnir um helgina voru þeir síðustu áður en Guðmundur þarf að senda Handknattleikssambandi Evrópu lista yfir 28 manna hóp leikmanna sem koma til greina fyrir EM. Ekki verður hægt að kalla á leikmenn utan þess lista þó að einhverjir meiðist eða forfallist af öðrum sökum. Guðmundur þarf svo að skera þann hóp niður um 12 leikmenn en lokahópinn þarf hann í raun ekki að tilkynna fyrr en kvöldið fyrir fyrsta leik á EM, og hópnum má breyta meðan á móti stendur.

Ísland leikur vináttulandsleik við Þýskaland í Mannheim 4. janúar og viku síðar hefst svo alvaran með leik við Danmörku en Danir verða nánast á heimavelli í Malmö, þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Ísland er einnig í riðli með Rússlandi og Ungverjalandi.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert