Minnir í raun svolítið á jarðarför

Laugardalshöllin.
Laugardalshöllin. mbl.is/Ófeigur

Það er til skammar og angrar mig alveg rosalega hvernig stjórnvöld hafa dregið lappirnar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja hér á landi. Í raun finnst mér þó meira pirrandi að það skuli ekki vera hægt að setja fram skýr svör og stefnu í þessum málum.

Nú eru bara fínar líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfi að spila heimaleik annars staðar en á Íslandi í mars. Við gætum hugsanlega haft samband við okkar gömlu herraþjóð Dani eða leitað á náðir Færeyinga, sem manni virðist að séu mun betur á tánum en við í þessum efnum.

Þetta er auðvitað ömurleg staða. Á sama tíma er bara beðið eftir því að ekki megi lengur spila handboltalandsleiki hér á landi og aðstöðuleysið hér á landi varð til þess að Selfyssingar máttu ekki spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Frábært. Ég veit í raun ekki hvar keppnisaðstaðan er góð á Íslandi. Er eitthvert íþróttalandslið ánægt?

Sjá allan bakvörð Sindra á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert