Aron og félagar með þriggja stiga forskot

Aron Dagur Pálsson lék með Stjörnunni áður en hann hélt ...
Aron Dagur Pálsson lék með Stjörnunni áður en hann hélt til Svíþjóðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Dagur Pálsson og samherjar hans í Alingsås náðu í dag þriggja stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Alingsås hafði betur gegn Kristianstad í Íslendingaslag á heimavelli, 29:28. 

Aron Dagur komst ekki á blað hjá Alingsås en Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi liðsins. 

Alingsås er með 18 stig á toppi deildarinnar með þremur stigum meira en Malmö. Kristianstad hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og er liðið í sjötta sæti með tólf stig. 

mbl.is