Janus fór á kostum í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason lék afar vel í dag.
Janus Daði Smárason lék afar vel í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Janus Daði Smárason fór á kostum fyrir Álaborg í 30:27-sigri á Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Rúnar Kárason lék vel með Ribe-Esbjerg. 

Janus var markahæsti leikmaður Álaborgar með átta mörk í níu skotum. Ómar Ingi Magnússon lék ekki með liðinu vegna meiðsla. 

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson gerði þrjú mörk. Daníel Þór Ingason lék ekki með Ribe-Esbjerg. 

Álaborg er í toppsætinu með 17 stig og Ribe-Esbjerg í öðru sæti með 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert