Nýliðar HK fá liðsstyrk frá FH

Jóhann Birgir Ingvarsson varð bikarmeistari með FH á síðustu leiktíð …
Jóhann Birgir Ingvarsson varð bikarmeistari með FH á síðustu leiktíð og fagnar hér með ungum FH-ingum. mbl.is/Hari

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur verið lánaður frá FH til nýliða HK í Olís-deild karla í handbolta. Hann mun leika með HK fram að áramótum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH þar sem segir að Jóhann Birgir sé kominn af stað eftir meiðsli og að honum sé ætlað stórt hlutverk í komandi leikjum HK. Vonir standi til þess að hann fái dýrmætan tíma inni á vellinum sem muni nýtast HK og svo FH í framhaldinu.

HK er án stiga á botni deildarinnar eftir átta umferðir en FH er í 4. sæti með 11 stig, þremur stigum frá toppnum.

mbl.is