Dramatískur sigur Löwen á Kiel

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen.
Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen. Ljósmynd/dkb-handball-bundesliga.de/de/

Rhein Neckar Löwen vann sterkan 26:25-heimasigur á Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Kiel ver mikið sterkari aðilinn framan af og var staðan 13:6 í fyrri hálfleik. Löwen neitaði hins vegar að gefast upp og vann að lokum með því að skora fjögur síðustu mörkin. 

https://www.mbl.is/sport/handbolti/2019/11/07/gisli_leiddur_gratandi_af_velli/

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen en Kristján Andrésson er þjálfari liðsins. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel en hann fór meiddur af velli í seinni hálfleik, eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld. 

Bergischer gerði vel í að vinna 25:24-sigur á Erlangen, án Arnórs Þórs Gunnarssonar sem er að glíma við meiðsli. Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. 

Þá skildu Balengen og Stuttgart jöfn, 25:25. Oddur Gretarsson komst ekki á blað hjá Balingen og Elvar Ásgeirsson ekki hjá Stuttgart. 

mbl.is