Dramatískur sigur Löwen á Kiel

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen.
Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen. Ljósmynd/dkb-handball-bundesliga.de/de/

Rhein Neckar Löwen vann sterkan 26:25-heimasigur á Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Kiel ver mikið sterkari aðilinn framan af og var staðan 13:6 í fyrri hálfleik. Löwen neitaði hins vegar að gefast upp og vann að lokum með því að skora fjögur síðustu mörkin. 

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Löwen en Kristján Andrésson er þjálfari liðsins. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel en hann fór meiddur af velli í seinni hálfleik, eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld. 

Bergischer gerði vel í að vinna 25:24-sigur á Erlangen, án Arnórs Þórs Gunnarssonar sem er að glíma við meiðsli. Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. 

Þá skildu Balengen og Stuttgart jöfn, 25:25. Oddur Gretarsson komst ekki á blað hjá Balingen og Elvar Ásgeirsson ekki hjá Stuttgart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert