FH valtaði yfir Víking

FH er komið í átta liða úrslit CocaCola-bikars kvenna í handbolta eftir 42:18-sigur á Víkingi á útivelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 20:10, FH í vil, og var eftirleikurinn í seinni hálfleik auðveldur. 

Ragnheiður Tómasdóttir skoraði ellefu mörk fyrir FH og Sylvía Björg Blöndal gerði níu mörk. Katrín Hallgrímsdóttir skoraði fjögur fyrir Víking. 

Liðin leika bæði í Grill 66-deildinni. FH er þar með tólf stig í öðru sæti en Víkingur en stigalaus á botninum eftir átta leiki. 

mbl.is