Gísli meiddist illa

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli.
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli. AFP

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Kiel, fór meiddur af velli í leik Kiel og Rhein Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni í kvöld. 

Gísli þurfti að fara af velli á 53. mínútu vegna meiðslanna, en hann lenti þá illa á gólfinu og var studdur af velli. Atvikið leit alls ekki vel út.

Gísli hefur fengið sinn skerf af meiðslum á stuttum ferli, því axlarmeiðsli urðu til þess að hann missti af stórum hluta síðasta tímabils og hefur hann ekki almennilega komist í gang með Kiel eftir að hann gekk í raðir félagsins frá FH. 

mbl.is