Kristján fær stuðning frá lykilmanni Löwen

Kristján Andrésson er einnig þjálfari Svíþjóðar.
Kristján Andrésson er einnig þjálfari Svíþjóðar. AFP

Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Kristjáni Andréssyni með þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen, en eftir 11 leiki er Löwen í sjötta sæti þýsku Bundesligunnar. Kristján tók við þjálfun þýska liðsins af Dananum Nicolaj Jacobsen, þjálfara heimsmeistara Dana, fyrir tímabilið en jafnframt því að þjálfa lið Löwen er Kristján landsliðsþjálfari Svía.

Andy Schmid, leikstjórnandi Löwen og lykilmaður í liðinu, kemur Kristjáni til varnar í viðtali við þýska blaðið Rhein-Neckar Zeitung.

„Það má ekki gleyma því að þetta er fyrsta ár hans í Bundesligunni. Það er alltaf talað um að gefa leikmönnum tíma til að aðlagast hlutunum og það sama gildir um þjálfarana. Á hinn bóginn hafa menn ekki þennan tíma í Bundesligunni. Þetta snýst um að vinna og safna stigum. Staðreyndin er sú að allir í hópnum verða að bera ábyrgð,“ segir Schmid. Löwen á erfiðan leik fyrir höndum í kvöld en þá tekur liðið á móti Kiel, sem er í öðru sæti deildarinnar en á tvo leiki til góða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »