Nóg að gera hjá Antoni og Jónasi

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson handknattleiksdómarar eru á þönum …
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson handknattleiksdómarar eru á þönum innanlands sem utan með flautur sínar og spjöld. mbl.is/Golli

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa í nógu að snúast um þessar mundir. Auk þess að dæma marga leiki á Íslandsmóti karla og kvenna í handknattleik þá eru þeir stöðugt að fá verkefni á vegum Meistaradeildar karla í handknattleik á vegum Handknattleikssambands Evrópu.

Þeir félagar dæma næst í Meistaradeildinni á næsta miðvikudag þegar portúgalska liðið Porto fær þýska liðið Kiel í heimsókn. Liðin leika í B-riðli keppninnar. Þetta verður þriðji leikurinn sem Anton Gylfi og Jónas dæma í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en alls dæmdu þeir hátt í tug leikja í keppninni á síðasta keppnistímabili.

Á síðasta sunnudag dæmdu Anton Gylfi og Jónas viðureign Evrópumeistara HC Vardar og Brest frá Hvíta-Rússlandi sem fram fór í Skopje í Makedóníu á heimavelli Evrópumeistaranna. Þótti Antoni Gylfa og Jónasi takast vel upp í miklum markaleik sem Vardar vann með fimm marka mun, 36:31. Liðin eru í B-riðli eins og Porto og Kiel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert