Rándýrar sænskar loftbólur

Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með Kristianstad.
Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með Kristianstad. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tímabilið hefur verið erfitt hjá sænska handboltaliðinu Kristianstad. Liðið er óvænt um miðja deild í sænsku deildinni, en liðið hefur verið eitt allra besta lið Svíþjóðar síðustu ár. Í þokkabót er Kristianstad í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. 

Félagið lenti í enn einu áfallinu í dag er það var sektað um 10.000 evrur, rúmlega 100.000 sænskar krónur, vegna loftbólna í golfdúk á heimavelli liðsins er það mætti danska liðinu GOG í Meistaradeildinni síðasta haust. 

Henrik Fröberg, starfsmaður Kristianstad, var allt annað en sáttur við sektina eins og hann greindi frá á Twitter. „10.000 evrur. Við myrtum engan,“ skrifaði hann, ósáttur. 

Sænska félagið fær um 600.000 fyrir þátttöku sína í keppninni og því sekt upp á 100.000 sænskar mikið áfall. 

Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með liðinu. 

mbl.is