Þetta var tómt vesen

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, var vonsvikinn eftir tapið fyrir ÍR …
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, var vonsvikinn eftir tapið fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Hari

„Við vorum lélegir á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, fetir fimm marka tap liðsins fyrir ÍR, 32:27, í níundu umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Austurbergi í kvöld.

„Okkur tókst að jafna metin í síðari hálfleik en upp úr því  þá köstuðum við leiknum frá okkur. Á heildina litið þá voru ÍR-ingar sterkari en við nánast frá upphafi til enda,“ sagði Kári Kristján og bendi m.a. að liðið hafi gert alltof mörg mistök í sóknarleiknum auk þess sem Sigurður Ingiberg Ólafsson,markvörður ÍR, átti stórleik og varð 20 skot. Þess utan þá voru ÍR-ingar duglegri við að ná fráköstum og um það munar þegar upp er staðið.

„Við vorum alltaf að elta. Þetta var tómt vesen. Maður skapar víst sína eigin heppni í þessu,“ sagði Kári Kristján sem vill ekki afsaka tapið með því að það vanti nokkra mikilvæga leikmenn í hópinn hjá ÍBV. Fannar Þór Friðgeirsson og Theodór Sigurbjörnsson voru m.a.fjarri góðu gamni að þessu sinni.

„Við hefðum getað haldið þessari viðureign í jafnari leik. Þegar dæmið er gert upp þá held ég að við höfum verið okkur sjálfum verstir. Þar við situr, því miður.  Við gerðum fleiri mistök en ÍR þegar dæmið er gert upp,“  sagði Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, eftir fjórða tap liðsins í síðustu fimm leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert