Vandræði Fylkis halda áfram

Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val U í ...
Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val U í kvöld. mbl.is/Hari

Valur U vann Fylki 23:20 í Árbænum í kvöld í Grill66-deild kvenna í handknattleik.

Valur U er í 7. sæti deildarinnar með 7 stig eftir átta umferðir en Fylkir sem var í efstu deild árið 2017 er í 11. og næstneðsta sæti með 2 stig. Fram U er efst með fullt hús stiga en næst koma FH og Selfoss sem eru þremur stigum á eftir.

Katrín Erla Kjartansdóttir og María Ósk Jónsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Fylki en Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði 4 mörk.

mbl.is