Íslensk markvarsla best í Meistaradeildinni (myndskeið)

Ágúst Elí Björgvinsson.
Ágúst Elí Björgvinsson. Ljósmynd/Sävehof

Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson átti bestu markvörsluna í 7. umferð Meistaradeild Evrópu í handknattleik um nýliðna helgi.

Ágúst Elí, sem ver mark sænska liðsins Sävehof, varði tvívegis meistaralega á sömu sekúndunni í sigri Sävehof gegn finnska liðinu Cocks 28:22.

Ágúst átti virkilegan góðan leik á milli stanganna. Hann varði 15 skot og var með 42% markvörslu eftir að hafa verið með 50% í fyrri hálfleik.

Ágúst Elí og félagar eru í öðru sæti eftir sjö umferðir í C-riðlinum með 10 stig, tveimur stigum minna en Bidasona.

Hér má sjá myndskeið af markvörslu Ágústs Elí í leiknum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert