Góður leikur Elvars nægði ekki í Íslendingaslag

Elvar Örn Jónsson og Janus Daði Smárason mættust í kvöld.
Elvar Örn Jónsson og Janus Daði Smárason mættust í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aalborg hafði betur gegn Skjern er liðin mættust í Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30:28. Staðan í hálfleik var 18:15, Aalborg í vil. 

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Skjern og lagði upp sjö til viðbótar. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Skjern með sjö mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði átta skot hjá Skjern og þar af þrjú víti. Patrekur Jóhannesson þjálfar Skjern. Ómar Ingi Magnússon lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. 

Aalborg er á toppi deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum meira en Holstebro. Sjern er í fimmta sæti með 13 stig. 

Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem vann Nordsjælland á heimavelli, 31:29. Bjerringbro er í þriðja sæti með 14 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert