Stuðningsmenn Vals ósáttir við brottrekstur Sveins

Sveinn Aron Sveinsson
Sveinn Aron Sveinsson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Handboltamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson var í gær rekinn frá Val í kjöl­far þess að hann var dæmd­ur í níu mánaða fang­elsi, þar af sjö mánuði skil­orðsbundna, fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás á bíla­stæði við Sæ­mund­ar­götu í Reykja­vík í sept­em­ber fyr­ir tveim­ur árum. 

Hluti stuðningsmanna Vals er ekki sáttur við brottreksturinn og hefur fjögurra manna trommusveit gefið það út að hún muni ekki vinna sjálfboðastörf fyrir Val á meðan núverandi aðalstjórn sitji. Vísir.is greindi frá. 

„Að taka menn af lífi innan félagsins er ekki boðlegt að okkar mati,“ skrifuðu stuðningsmennirnir m.a í opnu bréfi til aðalstjórnar á Facebook-síðu stuðningsmanna Vals. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 

Bréfið sem um ræðir.
Bréfið sem um ræðir. Ljósmynd/Facebook
mbl.is