Alexander hetja lærisveina Kristjáns

Alexander Petersson var hetja RN Löwen.
Alexander Petersson var hetja RN Löwen. Ljósmynd/dkb-handball-bundesliga.de/de/

Rhein Neckar Löwen vann dramatískan 29:28-útisigur á Leipzig í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Alexander Petersson skoraði sigurmarkið í blálokin, en Kristján Andrésson þjálfari Löwen. 

Leipzig var með forystu í hálfleik, 16:15, en Löwen náði 26:21, forskoti þegar skammt var eftir. Leipzig gafst ekki upp og jafnaði í 28:28, en Alexander átti lokaorðið.

Alexander skoraði fimm mörk í leiknum en Viggó Kristjánsson komst ekki á blað hjá Leipzig. Löwen er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig og Leipzig í áttaunda sæti með 16 stig. 

Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Lemgo með fjögur mörk er liðið lá fyrir meisturum Flensburg á útivelli, 18:27. Flensburg er á toppnum ásamt Burgdorf með 20 stig, á meðan Lemgo er í sextánda sæti með aðeins sex stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert