Ekki hægt að vera betra liðið í handboltaleik og tapa

Frá viðureign Vals og KA í vikunni.
Frá viðureign Vals og KA í vikunni. mbl.is/Hari

Ég er á því að það sé ekki hægt að vera betra liðið í handboltaleik og tapa honum. Liðum finnst þau oft vera betri ef þau eru með fimm marka forskot í 40 mínútur af 60 en að mínu mati gengur það ekki upp.

Ef lið skorar fyrstu fimm mörkin í handboltaleik og er með 5-6 marka forystu þar til tíu mínútur eru eftir, en tapar svo leiknum, myndu flestir þjálfarar tala um að sitt lið hefði verið betra í 50 mínútur.

Staðreyndin er hins vegar sú að liðið sem er undir skorar alveg jafn mikið af mörkum og liðið sem er yfir á meðan munurinn helst í 5-6 mörkum.

Hægt er að setja upp svipað dæmi í körfubolta. Annað liðið vinnur fyrsta leikhlutann með 15 stigum, annar og þriðji leikhluti eru hnífjafnir en svo vinnur hitt liðið fjórða leikhlutann með 16 stigum og leikinn með einu stigi.

Liðinu sem var 15 stigum yfir stærstan hluta leiks fannst það sennilega betra í þrjá leikhluta af fjórum, þótt staðreyndin sé sú að liðið var aðeins betra í einum leikhluta af fjórum.

Sjá allan bakvörðinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert