Aron sterkur í Íslendingaslag í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson var sterkur hj'a Barcelona.
Aron Pálmarsson var sterkur hj'a Barcelona.

Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Barcelona í 44:35-sigri á Aalborg á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Aron skoraði sex mörk og gaf auk þess fjórar stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aleix Gómez var markahæstur hjá Barcelona með níu mörk.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf sjö stoðsendingar fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er enn að jafna sig á höfuðmeiðslum og lék ekki með danska liðinu.

Barcelona er í toppsæti riðilsins með 14 stig og Aalborg í fjórða sæti með átta stig. Guðjón Valur Sigurðsson og PSG eru í öðru sæti með tólf stig og Stefán Rafn Sigurmannsson og samherjar hans í Pick Szeged eru í þriðja sæti með ellefu stig.

mbl.is