Jafnt í heimaleik Vals í Austurríki

Valsmenn gerðu jafntefli í Austurríki.
Valsmenn gerðu jafntefli í Austurríki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur gerði í dag jafntefli við Bregenz frá Austurríki í fyrri leik liðanna í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, 31:31. Báðir leikir einvígisins fara fram ytra og fer síðari leikurinn fram á morgun. 

Leikurinn í dag, sem var heimaleikur Vals, var kaflaskiptur og skiptust liðin á að vera með forskotið. Bregenz var yfir í hálfleik 16:14, en Valsmenn náðu 8:6 forskoti snemma í hálfleiknum. 

Valur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði snemma fjörugga marka forskoti, 22:18. Þá tóku Austurríkismennirnir við sér og náðu að jafna í 26:26. Valsmenn voru með 38:28 forskot þegar skammt var eftir, en Bregenz var sterkari á lokakaflanum og náði í jafntefli. 

Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Valsmönnum með níu mörk. Vignir Stefánsson og Finnur Ingi Stefánsson skoruðu fimm og þeir Anton Rúnarsson og Róbert Aron Hostert skoruðu fjögur mörk hvor. 

Síðari leikurinn fer fram á morgun klukkan 15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert