Toppliðið ekki í vandræðum með nýliðana

Atli Már Báruson var sterkur fyrir Hauka.
Atli Már Báruson var sterkur fyrir Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar eru enn ósigraðir á toppi Olísdeildar karla í handbolta eftir 32:24-sigur á Fjölni á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 16:10, Haukum í vil. 

Fjölnir lenti 9:1 undir gegn Aftureldingu í síðasta leik og svipað var uppi á teningnum í dag, þar sem Haukar komust snemma í 7:1. Eftir það voru Fjölnismenn ekki líklegir til að jafna. 

Adam Haukur Baumruk skoraði átta mörk fyrir Hauka og Atli Már Báruson sex. Viktor Berg Grétarsson skoraði sex fyrir Fjölni. 

Haukar eru með átján stig, þremur stigum meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Fjölnismenn eru í næstneðsta sæti með fimm stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert