Áfall fyrir Kiel

Domagoj Duvnjak.
Domagoj Duvnjak. Ljósmynd/Kiel

Þýska handboltaliðið Kiel varð fyrir áfalli í stórisigri liðsins gegn Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í gær.

Fyrirliðinn Domagoj Duvnjak varð fyrir meiðslum í kálfa skömmu eftir að hafa skorað sitt 1.000 mark í deildinni og er búist við því að hann verði frá keppni í allt að fjórar vikur. Hann kemur líklega til með að missa af næstu átta leikjum Kiel, sem er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Flensburg og Hannover-Burgdorf en á tvo leiki til góða á þau.

Hann er annar leikmaðurinn sem Kiel missir í meiðsli á skömmum tíma en landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axlarlið í deildarleik á móti Rhein-Neckar Löwen og verður frá keppni út árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert