Lærisveinar Patreks komnir á skrið

Patrekur Jóhannesson er að gera fína hluti með Skjern.
Patrekur Jóhannesson er að gera fína hluti með Skjern.

Skjern vann góðan 33:29-útisigur á Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Patrekur Jóhannesson þjálfar Skjern sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum.

Elvar Örn Jónsson átti mjög góðan leik fyrir Skjern og var markahæstur með sjö mörk úr ellefu skotum. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot, þar af eitt víti, í marki Skjern og var með tæplega 35 prósent markvörslu.

Skjern er í þriðja sæti deildarinnar með fimmtán stig, jafnmörg og Holstebro sem er í öðru sæti. Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon og liðsfélagar þeirra í Aalborg eru í toppsætinu með nítján stig. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.

mbl.is