Óvenjulegt fyrsta skref

Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. mbl.is/Árni Sæberg

Fullyrt var í pólskum fjölmiðlum í gær að handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson hefði gert upp hug sinn og ákveðið að ganga til liðs við pólska meistaraliðið PGE VIVE Kielce á næsta sumri. Félagið hefur ekki staðfest komu Hauks en eigandi félagsins lét að þessu liggja í haust svo það kæmi frekar á óvart gengju þessi skipti ekki eftir.

Óhætt er að segja að Haukur taki óvenjuleg fyrstu skref í atvinnumennsku sinni með því að fara til Póllands og ganga til liðs við Kielce. Enda er hann óvenjulega efnilegur handboltamaður.

Hingað til hafa íslenskir handknattleiksmenn frekar stigið fyrstu skref sín í atvinnumennsku í Danmörku eða í Þýskalandi, þar sem umhverfið er að mörgu leyti líkara því sem við þekkjum, þótt ekki væri annað en tugumálið sem er svo gjörólíkt íslensku.

Sannarlega hefði verið auðveldara að velja Danmörku, svo dæmi sé tekið. Haukur er hins vegar slíkt efni að hann þarf og vill örugglega takast á við enn stærri ákvörðun þegar hann stendur á krossgötum svo snemma á ferli sínum.

Pistil Ívars í heild sinni er að finna í Bakverði í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert