Bikarmeistararnir flugu áfram í bikarnum

Birgir Már Birgisson skoraði 11 mörk fyrir FH í kvöld.
Birgir Már Birgisson skoraði 11 mörk fyrir FH í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bikarmeistarar FH burstuðu Gróttu 36:17 í 16-liða úrslitum Coca-Cola-bikarkeppni karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í kvöld.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir FH-inga miklir en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 18:8.

Jóhannes Reynir Gunnlaugsson var markahæstur í liði Gróttu með 5 mörk og Brynjar Jökull Guðmundsson skoraði 4 en Grótta leikur í Grill 66-deildinni.

Hornamaðurinn Birgir Már Birgisson var atkvæðamestur í liði FH-inga með 11 mörk, Ásbjörn Friðriksson skoraði 6 og þeir Jón Bjarni Ólafsson, Einar Sindrason og Ísak Rafnsson skoruðu 4 mörk hver.

mbl.is