Stjarnan sló HK út úr bikarnum

Leó Snær Pétursson skoraði sjö mörk í kvöld gegn sínum ...
Leó Snær Pétursson skoraði sjö mörk í kvöld gegn sínum gömlu félögum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnumenn hrósuðu sigri gegn HK 27:24 í 16-liða úrslitum Coca-Cola-bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13, en í Stjörnumenn reyndust sterkari í seinni hálfleik og tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Leó Snær Pétursson var markahæstur í liði Stjörnunnar með 7 mörk, Tandri Már Konráðsson skoraði 6 og Andri Þór Helgason 6.

Hjá HK-ingum, sem eru án stiga í Olís-deildinni, var Kristófer Andri Daðason markahæstur með 8 mörk og Þorgeir Bjarki Davíðsson skoraði 6.

mbl.is