Hvað gerðu íslensku handboltamennirnir?

Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Barcelona í stórleiknum.
Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Barcelona í stórleiknum.

Fjöl­marg­ir ís­lensk­ir handboltamenn voru í eld­lín­unni víðsveg­ar um Evr­ópu í dag. Mbl.is fylgd­ist vel með og hér fyr­ir neðan má sjá hvernig leik­mönn­un­um og liðum þeirra vegnaði.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu báðir vel er Barcelona gerði góða ferð til Parísar í Meistaradeildinni. Þá spiluðu Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason einnig vel í keppninni. 

MEISTARADEILD EVRÓPU

París SG - Barcelona 32:35
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir París SG og Aron Pálmarsson skoraði 6 fyrir Barcelona. Barcelona komst í toppsæti A-riðils með sigrinum en PSG er í 3. sæti. Stefán Rafn Sigurmannsson og samherjar hans í Pick Szeged eru í 2. sæti riðilsins þegar fjórum umferðum er ólokið. 

GOG - Dinamo Búkarest 31:32
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk fyrir GOG, Arnar Freyr Arnarsson 1 og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í marki liðsins. GOG endar í 3. sæti D-riðils og er úr leik. 

Viktor Gísli Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu báðir vel …
Viktor Gísli Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu báðir vel þrátt fyrir töp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elverum - Celje Lasko 37:26
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir Elverum sem er í 7. sæti A-riðils og vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur.

Flensburg - Aalborg 29:32
Janus Daði Smárason skoraði 7 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá keppni vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Aalborg hafnar í 4. sæti A-riðils og stendur vel að vígi þegar fjórar umferðir eru eftir. 

Janus Daði Smárason spilaði vel.
Janus Daði Smárason spilaði vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÞÝSKALAND

Erlangen - Wetzlar 25:31
Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen. Wetzlar er í 10. sæti með 14 stig eftir 14 leiki. Erlangen er í 13. sæti með 10 stig.  

Stuttgart - Nordhorn 29:24
Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Stuttgart. Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Stuttgart er í 15. sæti með 8 stig eftir 14 leiki og Nordhorn í botnsætinu með 2 stig eftir 15 leiki. 

SVÍÞJÓÐ

Lugi - Kristianstad 28:32
Teitur Örn Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki. 

Teitur Örn Einarsson var sterkur hjá Kristianstad.
Teitur Örn Einarsson var sterkur hjá Kristianstad. mbl.is/Kristinn Magnússon

NOREGUR

Drammen - Arendal 31:31
Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Drammen, sem er í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 9 leiki. 

mbl.is