FH keyrði yfir Íslandsmeistarana

Ásbjörn Friðriksson fagnar einu af níu mörkum sínum á Selfossi …
Ásbjörn Friðriksson fagnar einu af níu mörkum sínum á Selfossi í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Ásbjörn Friðriksson fór mikinn fyrir FH sem vann öruggan sex marka sigur á Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, Hleðsluhöllinni á Selfossi í tólftu umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 37:31-sigri FH en Ásbjörn skoraði níu mörk í leiknum.

Jafnfræði var með liðunum til að byrja með en eftir fimmtán mínútna leik náðu Hafnfirðingar þriðja marka forskoti, 9:3. Selfyssingum tókst að minnka muninn í eitt mark, 13:12, þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH var sterkari aðilinn á lokamínútum og leiddi 18:14 í hálfleik.

Hafnfirðingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði sex marka forskoti eftir 35. mínútna leik. FH var með yfirhöndina allan tímann eftir þetta og náði mest átta marka forskoti. 31:23. Selfyssingar voru aldrei líklegir til þess að koma til baka í síðari hálfleik og bikarmeistararnir fögnuðu sannfærandi sigri á Íslandsmeisturunum.

Phil Döhler átti mjög góðan leik í marki FH, varði 15 skot og var með 35% markvörslu. Þá skoruðu þeir Einar Rafn Eiðsson og Birgir Már Birgisson 6 mörk hvor. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk. FH fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 16 stig en Selfoss er í sjötta sætinu með 15 stig.

mbl.is