Heimakonur komnar með fjögur stig

Japanska liðið sem leikur á HM á heimavelli.
Japanska liðið sem leikur á HM á heimavelli. Ljósmynd/IHF

Japönsku  gestgjafarnir á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leiki sína á mótinu í Kumamoto.

Eftir fjögurra marka sigur á Argentínu á laugardaginn fylgdi japanska liðið því eftir í morgun með því að vinna Kongó af öryggi, 28:16, í annarri umferð D-riðils. Mana Ohyama var atkvæðamest í japanska liðinu og skoraði 6 mörk en hjá Kongó var Roseline Ngo Leyi með 4 mörk.

Rússland og Japan eru með 4 stig í riðlinum en Svíar eru með tvö stig og mæta stigalausum Kínverjum á eftir í síðasta leik annarrar umferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert