Íslendingarnir atkvæðamiklir

Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg. AFP

Gunnar Steinn Jónsson var atkvæðamikill þegar lið hans Ribe-Esbjerg vann sex marka sigur gegn SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Leiknum lauk með 30:24-sigri Ribe-Esbjerg en Gunnar Steinn skoraði fjögur mörk í leiknum.

Ribe-Esbjerg leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 16:12, og SønderjyskE tókst ekki að brúa það bil í síðari hálfleik. Rúnar Kárason átti einnig góðan leik fyrir Ribe-Esbjerg og skoraði þrjú mörk. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Ribe-Esbjerg.

Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik fyrir SønderjyskE og skoraði fjögur mörk úr sex skotum. Þá skoraði Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark SønderjyskE. Ribe-Esbjerg er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir fjórtán leiki, sex stigum minna en topplið Aalborgar, sem á leik til góða á Ribe-Esbjerg. SønderjyskE er í sjötta sætinu með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert