Stórleikur á Selfossi í kvöld

Bjarni Ólafur Valdimarsson FH-ingur sækir að vörn Selfyssinga í leik …
Bjarni Ólafur Valdimarsson FH-ingur sækir að vörn Selfyssinga í leik liðanna í haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tólftu umferðinni í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, lýkur í kvöld með sannkölluðum stórleik á Selfossi.

Þar taka Íslandsmeistarar Selfyssinga á móti FH-ingum í uppgjöri tveggja liða sem reiknað var með að yrðu í slagnum um titlana í vetur. Þau sitja þó sem stendur í fimmta og sjötta sætinu, Selfoss með 15 stig og FH með 14, en sigurliðið í kvöld kemst uppfyrir ÍR-inga og í þriðja sæti deildarinnar. Haukar eru með 21 stig og Afturelding 19 í toppsætunum.

FH og Selfoss mættust í Kaplakrika í fyrstu umferðinni í haust og þá sigruðu Selfyssingar, 32:30, þar sem Haukur Þrastarson skoraði 9 mörk fyrir Selfoss og Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 fyrir FH.

Nokkrum dögum áður unnu FH-ingar sigur á Selfyssingum fyrir austan fjall, 35:33, í Meistarakeppni HSÍ, eftir framlengingu, þar sem Einar Rafn Eiðsson skoraði 14 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið.

mbl.is