Fór á kostum í marki meistaranna

Ágúst Elí Björgvinsson spilaði mjög vel.
Ágúst Elí Björgvinsson spilaði mjög vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmarkmaðurinn Ágúst Elí Björgvinsson átti afar góðan leik fyrir Sävehof sem gerði 24:24-jafntefli við Redbergslids á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Ágúst varði 17 skot, þar af eitt víti, og var með 44 prósent markvörslu. Leikurinn var æsispennandi og jafnaði Pouya Norouzinezhad, liðsfélagi Ágústs, metin í blálokin. 

Sävehof, sem er ríkjandi meistari, hefur ekki staðið undir væntingum á leiktíðinni og er liðið í áttunda sæti með fimmtán stig eftir fjórtán leiki. Þá er liðið fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu. 

Síðasti sigurleikur liðsins í deildinni kom 6. nóvember og hefur það aðeins unnið einn leik af síðustu sjö í öllum keppnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert