Minnsta kosti tvö Íslendingalið í undanúrslitum

Bjarki Már Elísson og félagar eru komnir í undanúrslit.
Bjarki Már Elísson og félagar eru komnir í undanúrslit.

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Lemgo tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta. Lemgo hafði betur gegn Ludwigshafen á útivelli, 26:23. 

Bjarki skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo, sem var yfir allan leikinn. Staðan í hálfleik var 12:9. Stuttgart og Kiel mætast í sömu keppni í kvöld. Elvar Ásgeirsson er leikmaður Stuttgart og Gísli Þorgeir Kristjánsson er á mála hjá Kiel. 

Fyrr í dag tryggði Melsungen sér sæti í undanúrslitum með 33:30-sigri á Füchse Berlin. Lokaleikur átta liða úrslitanna fer fram á morgun. Þá mætast Rhein Neckar Löwen og Hannover Burgdorf. 

Alexander Petersson er leikmaður Löwen og Kristján Andrésson þjálfar liðið. Takist Löwen að sigra verða þrjú Íslendingalið af fjórum í undanúrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert