Rúmenar áfram eftir æsispennandi leik

Crina Pintea og samherjar í rúmenska liðinu unnu Ungverja í …
Crina Pintea og samherjar í rúmenska liðinu unnu Ungverja í dag. Ljósmynd/IHF

Rúmenar tryggðu sér þriðja sætið í C-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Japan í dag með sigri á Ungverjum, 28:27, í lokaumferð riðilsins.

Lokastaðan í riðlinum er því sú að Spánn fékk 10 stig, Svartfjallaland 8 og Rúmenía 6 stig og þessi lið fara í milliriðil með Rússlandi, Svíþjóð og Japan. Ungverjaland með 4 stig, Senegal með 2 stig og Kasakstan án stiga fara í keppni um sæti 13-24 á mótinu.

Suður-Kórea tryggði sér sigur í B-riðli með jafntefli gegn Þýskalandi, 27:27, en ljóst var að bæði liðin væru komin áfram. Suður-Kórea fékk 8 stig og Þýskaland 7. Leikur Frakka og Dana er nýhafinn en það er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst áfram úr B-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert