Björgvin Páll sendir skilaboð fyrir EM

Björgvin Páll Gústavsson átti afar góðan leik.
Björgvin Páll Gústavsson átti afar góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með handboltaliðum sínum í Þýskalandi og Danmörku. Stefán Rafn Sigurmannsson missti hins vegar af toppslag Pick Szeged og Veszprém í Ungverjalandi vegna meiðsla. 

Björgvin Páll Gústavsson átti bestu frammistöðu íslensku leikmannanna, þrátt fyrir tap með Skjern á útivelli. Björgvin varði 17 skot í markinu og er greinilega í hörkuformi þegar aðeins um mánuður er í EM. 

Aalborg vann GOG í Íslendingaslag í Danmörku og er Aalborg að stinga af á toppnum þar í landi. Hér að neðan má sjá það sem íslenskir handboltamenn afrekuðu í dag. 

Janus Daði Smárason er í toppsætinu í Danmörku.
Janus Daði Smárason er í toppsætinu í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

DANMÖRK

Aalborg - GOG 32:26
Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er sem fyrr frá keppni vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 1 en Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot í marki liðsins. Aalborg er í toppsætinu eftir 15 leiki með 27 stig. GOG er í 7. sæti með 16 stig. 

Elvar Örn Jónsson átti fínan leik.
Elvar Örn Jónsson átti fínan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lemvig - Skjern 27:24
Elvar Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í marki liðsins. Patrekur Jóhannesson þjálfar Skjern, sem er í 3. sæti með 19 stig. 

ÞÝSKALAND

Wetzlar - Stuttgart 27:28
Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar en Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Stuttgart. Wetzlar er í 10. sæti deildarinnar með 14 stig og Stuttgart í 15. sæti með 10 stig eftir 15 leiki. 

Viggó Kristjánsson hafði betur í Íslendingaslag.
Viggó Kristjánsson hafði betur í Íslendingaslag.

AUSTURRÍKI

West Wien - Barnbach 33:27
Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með West Wien vegna meiðsla. Liðið er í 7. sæti af 10 liðum með 14 stig eftir 16 leiki. 

UNGVERJALAND

Veszprém - Pick Szeged 29:28
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla. Liðið er í toppsætinu á markatölu með 24 stig eftir 13 leiki, en Veszprém stendur nú betur að vígi með 24 stig eftir 12 leiki. Að vanda heyja þessi tvö lið einvígi um meistaratitilinn í Ungverjalandi.

mbl.is