Fimm marka sigur Fram á meisturunum

Ragnheiður Júlíusdóttir sækir að marki Valskvenna í Safamýrinni í dag.
Ragnheiður Júlíusdóttir sækir að marki Valskvenna í Safamýrinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fram hafði betur gegn Íslands-og bikarmeisturum Vals 24:19 í toppslag í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Fram-heimilinu í Safamýri í dag. 

Leikurinn er hluti af elleftu umferð deildarinnar en Fram er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Valur er í öðru sætinu með 17 stig. Liðin léku auk þess til úrslita á Íslandsmótinu síðasta vor og þar hafði Valur betur. 

Fram byrjaði mun betur og komst í 6:2 en Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og jafnaði. Fram hafði eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik 11:10. Í upphafi síðari hálfleiks gekk sóknin illa hjá Val og Framarar nýttu sér það. Náðu þá að slíta sig aðeins frá á ný. Þegar tíu mínútur voru eftir var forskot Fram fimm mörk og Valskonur náðu ekki að hleypa verulegri spennu í leikinn á lokakaflanum. 

Karen Knútsdóttir var markahæst hjá Fram með 9 mörk en Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir komu næstar með 4 mörk hvor. Hafdís Renötudóttir átti fínan leik í markinu og varði 11/1 skot. 

Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá Val með 5 mörk og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði 4 mörk. Lovísa Thompson lék einungis fyrstu átta mínúturnar hjá Val og fór þá af velli vegna meiðsla. Þá er Arna Sif Pálsdóttir frá vegna meiðsla. Íris Björk Símonardóttir stóð sig vel í marki Vals og varði 14 skot. 

Lið Fram: Markverðir: Hafdís Renötudóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir. Aðrir leikmenn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Kristrún Steinþórsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Karen Knútsdóttir, Svala Júlía Gunnarsdóttir, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Unnur Ómarsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Hlidur Þorgeirsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir. 

Lið Vals: Markverðir: Andrea Gunnlaugsdóttir, Íris Björk Símonardóttir. Aðrir leikmenn: Lilja Ágústsdóttir, Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Heiðrún Berg Sverrisdóttir, Auður Ester Gestsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Vigdís BIrna Þorsteinsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Lovísa Thompson. 

Fram 24:19 Valur opna loka
60. mín. Sandra Erlingsdóttir (Valur) skoraði mark Sandra úr hraðaupphlaupi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert