Framarar sóttu stig til Vestmannaeyja

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í baráttunni við Fannar Þór Friðgeirsson í …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í baráttunni við Fannar Þór Friðgeirsson í leik liðanna fyrr í vetur. mbl.is//Hari

Framarar sóttu eitt stig til Vestmannaeyja í dag er liðið mætti ÍBV í Olísdeild karla í handbolta. Framarar voru virkilega nálægt því að taka bæði stigin en boltinn var dæmdur af þeim á lokasekúndunum. Friðrik Hólm Jónsson jafnaði metin þegar sjö sekúndur voru eftir með marki úr hraðaupphlaupi. Lokatölur 23:23, en áhorfendur áttu mikinn þátt í endurkomu Eyjamanna.

Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 13:11, eftir að Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði beint úr aukakasti. Bróðir hans, Lárus Helgi Ólafsson, var algjörlega magnaður í þessum leik og grátlegt fyrir hann að hann sigli ekki með bæði stigin heim á morgun.

Eyjamenn voru ekki sjálfum sér líkir, og þó, en liðið hefur átt afar kaflaskipta leiki á tímabilinu. Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur með fimm mörk en náði sér þó ekki á flug eins og honum hefur tekist að gera í flestum leikjum tímabilsins.

ÍBV 23:23 Fram opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert